GEMBA
Við aðstoðum fyrirtæki við að innleiða umbótamenningu, lágmarka sóun, einfalda ferla og bæta öryggi
GEMBA
Við aðstoðum fyrirtæki við að innleiða umbótamenningu, lágmarka sóun, einfalda ferla og bæta öryggi
Er fyrirtækið þitt að taka sín fyrstu skref í aðferðafræði Lean? Við bjóðum upp á þjálfun í grunnatriðum aðferðafræðinnar fyrir starfsmenn og stjórnendur. Lean gengur í stuttu máli út á að hámarka virði og lágmarka sóun. Á námskeiðinu er farið yfir sjö tegundir sóunar og hvernig hægt er að virkja betur hæfileika starfsmanna til að vinna að stöðugum umbótum.
Námskeiðið er sérsniðið að leiðtogum með áherslu á virði, sóun og umbótamenningu. Farið er yfir hlutverk lean leiðtogans og hvernig hægt er að virkja betur hæfileika starfsmanna til að vinna að stöðugum umbótum. Á námskeiðinu er einnig farið yfir helstu einkenni framúrskarandi teyma.
Við aðstoðum þig við innleiðingu stöðugra umbóta þar sem áhersla er lögð á að virkja hugvit og sköpunarkraft starfsmanna.
Við bjóðum upp á þjálfun og innleiðingu á 2 sekúndna Lean aðferðafræðinni sem nýtur sívaxandi vinsælda hjá fyrirtækjum bæði hérlendis og erlendis.
Við undirbúum og stýrum vinnustofum fyrir fyrirtæki þar sem eitt viðfangsefni/ferli er tekið fyrir.
Vilt þú fá betri yfirsýn yfir verkefni og/eða umbætur í gangi? Við aðstoðum þig við að koma á reglulegum töflufundum sérsniðnum fyrir þitt teymi.
Viltu betra skipulag sem fer ekki úr skorðum eftir nokkra daga? Við kennum þér aðferðafræði 5S sem gengur út á að setja upp og festa einstakt skipulag í sessi.
Vilt þú gera enn betur í öryggismálum? Við sýnum þér hvernig Lean aðferðafræðin getur hjálpað þér að bæta öryggismálin á einfaldan hátt.
A3 er öflugt tól við úrlausn verkefna sem og flókinna vandamála. Farið er yfir aðferðir rótargreiningar, aðgerðaráætlana og árangursmælinga. Við kennum þér að ramma inn verkefni á einfaldan hátt og skiljum þig eftir með öflugt tól til að vinna með.
Við aðstoðum fyrirtæki við stefnumótun, innleiðingu á stefnu og gerð stefnuáætlunar með markmiðum og mælikvörðum.
Aðstoðum við að skilgreina verkefni, markmið og mælikvarða sem styðja við stefnu fyrirtækisins.
Aðstoðum við gerð ferla með áherslu á virði og viðskiptavini. Afurðin er ferill með skilgreind ákvörðunarhlið og ábyrgðaskiptingu.
Við tökum að okkur verkefnastjórnun stærri og smærri verkefna.
Áhrifarík leið til að byggja upp öflug teymi er að nota aðferðir markþjálfunar bæði fyrir hópa og einstaklinga.
Ef þú ert að vinna í að efla teymið þitt endilega hafðu samband og við ræðum mögulegar leiðir.
Við bjóðum upp á persónulega ráðgjöf ásamt því að sérsníða lausnir sem henta þér og þínu fyrirtæki.
Á námskeiðinu er farið yfir hlutverk leiðtogans og hvernig hægt er að virkja betur hæfileika starfsmanna til að vinna að stöðugum umbótum. Farið er yfir grunnatriði Lean með áherslu á virði sóun og umbótamenningu. Einnig er farið yfir hvað einkennir framúrskarandi teymi (Patrick Lencioni) og hvernig nota má markmið og mælikvarða markvisst til að stuðla að umbótamenningu. Námskeiðið er fyrir alla sem vilja þróast sem Lean leiðtogar og bæta bæði sinn árangur og árangur teymisins.
Á námskeiðinu er farið yfir grunnatriði Lean sem gengur í stuttu máli út á að hámarka virði og lágmarka sóun. Farið er yfir átta tegundir sóunar ásamt nokkrum lean lykiltólum. Einnig er farið yfir hvernig hvernig hægt er að virkja betur hæfileika þína og þinna starfsmanna til að vinna að stöðugum umbótum. Námskeiðið er fyrir alla sem vilja læra grunnatriði Lean aðferðafræðinnar.
Á námskeiðinu fá þátttakendur góða innsýn í hvað einkennir góða öryggismenningu og hvernig hægt er að stuðla að aukinni öryggisvitund starfsmanna. Áhersla er lögð á raunveruleg dæmi úr atvinnulífinu með það að markmiði að veita þátttakendum hvatningu til að taka skref í áttina að bættri öryggismenningu á sínum vinnustað. Á námskeiðinu er stuðst við efni úr bókinni Lean Safety eftir höfundinn Robert B. Hafey.
A3 thinking er aðferð sem notuð er við greiningu vandamála og við verkefnastjórnun. A3 sem á uppruna sinn hjá Toyota byggir á vísindalegri nálgun við lausn vandamál og PDCA - gæðahring Demings.
Tilgangur aðferðarinnar er að minnka líkurnar á að unnin séu verkefni sem byggja á röngum forsendum ásamt því að lágmarka framkvæmdatíma verkefna. Námskeiðið er fyrir alla sem hafa áhuga á skilvirkum aðferðum við greiningu vandamála og stýringu verkefna.
Með aðferðum Lean er hægt að einfalda störfin á heimilinu sem skilar sér í tímasparnaði, minna stressi og lægri rekstrarkostnaði heimilisins. Námskeiðið sýnir hvað flækir og gerir þessi verk tímafrek. Kenndar eru aðferðir sem geta stytt heimilisstörfin um 30-50%.
Ásdís er með M.Sc. gráðu í vélaverkfræði frá Canterbury University á Nýja Sjálandi og B.Sc. gráðu í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur lokið námi í ICF vottuðu markþjálfunarnámi og C-vottun IPMA í verkefnastjórnun. Hún kennir straumlínustjórnun í Háskóla Íslands við Iðnaðarverkfræðiskor. Síðastliðin 12 ár starfaði hún hjá Veitum og Orkuveitu Reykjavíkur þar sem hún gegndi síðast starfi forstöðumanns Tækniþróunar, en þar áður gegndi hún starfi forstöðumanns verkefnastofu og sviðsstjóra tæknimála. Á undanförnum árum hefur hún einnig setið í stjórnum Gagnaveitu Reykjavíkur, Keilis miðstöðvar fræða og vísinda, Metans og Nýorku.
Margrét Edda er með M.Sc. gráðu í raforkuverkfræði frá Northeastern University í Bandaríkjunum og B.Sc. gráðu í rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands. Hún kennir straumlínustjórnun í Háskóla Íslands við iðnaðarverkfræðiskor. Síðastliðin 12 ár hefur hún starfað við rekstur, viðhald og fjárfestingar innan orkugeirans. Hún starfaði síðast á orkusviði Landsvirkjunar sem deildarstjóri jarðvarmadeildar, en áður gegndi hún starfi aðstoðardeildarstjóra tæknideildar. Þar áður starfaði hún hjá Orkuveitu Reykjavíkur sem umsjónarmaður rafmagns og hjá Landsneti við kerfisþróun.
Margrét og Ásdís hafa báðar notað aðferðafræði Lean mikið í sínum störfum sem hefur meðal annars skilað sér í minni sóun, aukinni starfsánægju, betri stýringu og yfirsýn verkefna.
Gemba ehf. var stofnað árið 2018 af tveimur verkfræðingum Margréti og Ásdísi sem hafa alla tíð brunnið fyrir umbótum. Þær hafa beitt aðferðafræði Lean í störfum sínum sem stjórnendur með góðum árangri. Markmið Gemba er að aðstoða fyrirtæki við að innleiða lean menningu, lágmarka sóun, einfalda ferla og bæta öryggi.
Orðið gemba (現場) kemur úr japönsku og þýðir staðurinn þar sem hið raunverulega virði verður til. Í framleiðslufyrirtæki er gemba það svæði þar sem varan er framleidd en í fyrirtæki þar sem virðið verður til í tölvu er gemba á básnum eða skrifstofunni. Í Lean fræðunum er talað um gemba göngu stjórnenda þegar þeir heimsækja staðinn þar sem virði fyrirtækisins verður til. Regluleg gemba ganga er hluti af góðri Lean menningu.
Ásdís Kristinsdóttir / asdis@gemba.is / S: 617-6634
Margrét Edda Ragnarsdóttir / margret@gemba.is / S: 699-3947
Almennar fyrirspurnir er hægt að senda á gemba@gemba.is eða með því að fylla út eftirfarandi form.
Gemba ehf. kt. 550618-0280 Skútuvogur 3, 203 Kópavogur gemba@gemba.is
Gemba ehf. kt. 550618-0280 vsk.nr. 132431 gemba@gemba.is