Gemba býður upp á fjölbreitt úrval námskeiða, sem henta bæði sem stað- og fjarnámskeið

shutterstock_1038509167.jpg

Leiðtoganámskeið - 3 klst.

Á námskeiðinu er farið yfir hlutverk leiðtogans og hvernig hægt er að efla og virkja hæfileika starfsmanna. Farið er yfir grunnatriði Lean með áherslu á virði, sóun og umbótamenningu. Einnig er farið yfir það sem einkennir framúrskarandi teymi og hvernig markviss notkun markmiða og mælikvarða stuðla að bættum árangri teyma. Námskeiðið er fyrir alla sem vilja þróast sem leiðtogar og bæta bæði sinn árangur og árangur teymisins.

 
Ferlavinnustofa2.jpg

Ferlagreining og umbætur - 2.5 klst.

Á námskeiðinu er farið yfir grunnatriði ferlagreiningar, hvernig ná má utan um núverandi stöðu tiltekinna ferla, teikna þau upp og greina tækifæri til umbóta. Farið er yfir einfaldar aðferðir við að setja fram ferli á skýran máta með SIPOC greiningu. Þegar ferli hefur verið teiknað upp er farið yfir hvernig bera má kennsl á sóun í ferlum og kenndar áhrifaríkar aðferðir við að gera umbætur á ferlum. Á námskeiðinu er lögð áhersla á hagnýtar aðferðir og verklegar æfingar.

 
Lean námskeið.jpg

Lean námskeið - 2 klst.

Á námskeiðinu er farið yfir grunnatriði Lean sem gengur í stuttu máli út á að hámarka virði og lágmarka sóun. Farið er yfir átta tegundir sóunar ásamt nokkrum lean lykiltólum. Einnig er farið yfir hvernig hægt er að virkja betur umbótahugsun til að vinna að stöðugum umbótum. Námskeiðið er fyrir alla sem vilja læra grunnatriði Lean aðferðafræðinnar.

 
töflufundir.jpg

Teymisefling og Töflufundir - 2 klst.

Á námskeiðinu eru skoðuð mismunandi form teymisfunda þar á meðal töflufundir, umbótafundir og hringfundir. Farið er yfir fimm einkenni framúrskarandi teyma og mikilvægi þess að vinna markvisst að uppbyggingu teyma. Farið er yfir hvernig standa skal að innleiðingu töflufunda, hlutverk Lean leiðtogans og hvernig hægt er að nýta stutta Lean fundi til að virkja umbótahugsun starfsmanna.

 
A3 námskeið - folk og pusl.png

Árangursrík aðferð við lausn vandamála - 2 klst.

Farið er yfir árangursríkar aðferðir við greiningu vandamála, einfaldar rótargreiningar og skilvirka verkefnastjórnun. Notast er við A3 aðferð sem byggist á PDCA - gæðahring Demings. Námskeiðið er fyrir alla sem hafa áhuga á skilvirkum aðferðum við greiningu vandamála og stýringu verkefna.

 
%C3%B6ryggi.jpg

Lean öryggisnámskeið - 2 x 2.5 klst.

Á námskeiðinu fá þátttakendur góða innsýn inn í það sem einkennir góða öryggismenningu og hvernig hægt er að stuðla að aukinni öryggisvitund starfsmanna. Áhersla er lögð á raunveruleg dæmi úr atvinnulífinu með það að markmiði að veita þátttakendum hvatningu til að taka skref í áttina að bættri öryggismenningu á sínum vinnustað.