Gemba býður upp á fjölbreytta þjónustu á sviði umbóta, ferlagreiningar, stefnumótunar og teymiseflingar

 
Grunnnámskeið.jpg

Umbótamenning

Við notum aðferðafræði Lean til að skapa frjóan jarðveg fyrir umbótamenningu í fyrirtækjum. Við veitum ráðgjöf ásamt því að bjóða upp á fjölbreytta fræðslu fyrir starfsmenn og leiðtoga. Við innleiðum reglubundna teymisfundi og setjum upp verkefna- og umbótatöflur með teymum. Jafnframt skipuleggjum við umbótavinnustofur og vinnudaga í endurskipulagningu vinnusvæða með aðferðum 5S.

 
ferlagreining námskeið

Ferlagreining

Vinnustofur eru góð leið til að virkja umbótahugmyndir starfsmanna, en þær eru fjársjóður sem oft er vannýttur innan fyrirtækja. Á ferlavinnustofum er áhersla lögð á að einfalda og bæta tiltekið ferli, til þess eru notaðar aðferðir sem miða að því að skila miklum ávinningi á skilvirkan máta. Vinnustofur eru öflugur vettvangur þegar skilgreina skal áskoranir og tækifæri vegna breyttra aðstæðna, nýrra verkefna og einnig þegar útbúin eru ný ferli. Þjónusta Gemba felur í sér að undirbúa og stýra vinnustofum ásamt eftirfylgni.

 
Sjálfvirknivæðing mynd.jpg

Einföldun og sjálfvirknivæðing ferla

Með því að nýta sér stafrænt vinnuafl geta fyrirtæki stóraukið afköst starfsfólks þar sem þeir ferlar sem eru síendurteknir og tímafrekir eru sjálfvirknivæddir. Stytting vinnuvikunnar hefur aukið eftirspurn eftir aðstoð við að einfalda og sjálfvirknivæða ferla. Jafnframt eru fyrirtæki og stofnanir sífellt að leita leiða til þess að hámarka afköst og lágmarka sóun án þess þó að það komi niður á gæðum vinnunnar. Gemba í samstarfi við fyrirtækið Evolv sérhæfa sig í að einfalda og sjálfvirknivæða ferla.

 
stefnumótun námskeið

Stefnumótun

Fyrirtæki í fremstu röð eiga það sameiginlegt að þar hefur verið mörkuð skýr sýn og stefna fyrir framtíðina þannig að tilgangur fyrirtækisins sé starfsmönnum ljós. Stefnumótun er tækifæri til að skerpa fókus og byggja undir metnað og stolt starfsmanna við að sinna vinnunni sinni. Skýrt merki um að innleiðing stefnu sé áhrifarík er þegar hver og einn starfsmaður tengir sitt starf og vinnuframlag við stefnu og gildi fyrirtækisins.

 
fraumurskarandi teymi

Framúrskarandi teymi

Ekki öll teymi eru framúrskarandi þó mörg séu góð. Til að verða framúrskarandi þarf að taka ákvörðun um að breyta með markvissum hætti samskiptaháttum og vinnuaðferðum stjórnenda sem og starfsmanna. Teymi þurfa að hafa skilning á því hvers vegna traust og samábyrgð getur skipt sköpum varðandi árangur. Við aðstoðum stjórnendur við að innleiða verklag til að byggja upp framúrskarandi teymi.

 
stjórnandi að láni

stjórnandi að láni

Vantar þig reyndan stjórnanda í tímabundið starf ? Starfsmenn Gemba búa yfir mikilli stjórnendareynslu og geta komið að tímabundnum verkefnum og í afleysingar innan fyrirtækja.

 
verkefnastjórnun

VERKEFNASTJÓRnun

Starfsmenn Gemba búa yfir víðtækri reynslu á sviði verkefnastjórnunar framkvæmdaverkefna, umbótaverkefna og stefnuverkefna. Við höfum að leiðarljósi að stýra verkefnum á skilvirkan máta með það að markmiði að uppfylla kröfur um gæði, kostnað og afhendingu.