framleiðsluskólinn

Fyrir leiðtoga og starfsmenn í framleiðslu- og þjónustufyrirtækjum sem hafa áhuga á umbótamenningu og vilja bæta gæði, draga úr kostnaði ásamt því að stytta framleiðslu- og afhendingartíma.

Þetta skemmtilega og hagnýta námskeið samanstendur af “hands-on” vinnu á uppsettri framleiðslulínu þar sem nemendur fá tækifæri til að framkvæma raunverulegar umbætur. Nemendur læra aðferðir til að stytta framleiðslutímann ásamt því að öðlast færni og þekkingu til að beita aðferðum straumlínustjórnunar í sínum fyrirtækjum að námskeiði loknu.

Á námskeiðinu munu nemendur læra eftirfarandi:

  • Að framkvæma umbætur á raunverulegri framleiðslulínu

  • Að virkja starfsmenn til að koma auga á og framkvæma umbætur

  • Að innleiða Lean aðferðir á kerfisbundinn máta

  • Mikilvægi mælinga og gagna í ákvarðanatöku og við forgangsröðun umbóta

  • Að bæta skipulag og skilvirkni í framleiðslu og aðföngum

  • Gagnsemi teymisfunda á framleiðslugólfi

Námsfyrirkomulag: Námskeiðið er heill dagur frá 8:30-16:00

Kennarar á námskeiðinu verða verkfræðingarnir Ásdís Kristinsdóttir og Margrét Edda Ragnarsdóttir en þær hafa mikla reynslu úr atvinnulífinu og hafa unnið með fjölda fyrirtækja að umbótum á ferlum.

Staðsetning: Námið fer fram á höfuðborgarsvæðinu.

Skráning og nánari upplýsingar: gemba@gemba.is