Námskeið

 

Leiðtoganámskeið

Á námskeiðinu er farið yfir hlutverk leiðtogans og hvernig hægt er að virkja betur hæfileika starfsmanna til að vinna að stöðugum umbótum. Farið er yfir grunnatriði Lean með áherslu á virði sóun og umbótamenningu. Einnig er farið yfir hvað einkennir framúrskarandi teymi (Patrick Lencioni) og hvernig nota má markmið og mælikvarða markvisst til að stuðla að umbótamenningu. Námskeiðið er fyrir alla sem vilja þróast sem Lean leiðtogar og bæta bæði sinn árangur og árangur teymisins.

 

Lean Grunnnámskeið

Á námskeiðinu er farið yfir grunnatriði Lean sem gengur í stuttu máli út á að hámarka virði og lágmarka sóun. Farið er yfir átta tegundir sóunar ásamt nokkrum lean lykiltólum. Einnig er farið yfir hvernig hvernig hægt er að virkja betur hæfileika þína og þinna starfsmanna til að vinna að stöðugum umbótum. Námskeiðið er fyrir alla sem vilja læra grunnatriði Lean aðferðafræðinnar.

 

Lean öryggisnámskeið

Á námskeiðinu fá þátttakendur góða innsýn í hvað einkennir góða öryggismenningu og hvernig hægt er að stuðla að aukinni öryggisvitund starfsmanna. Áhersla er lögð á raunveruleg dæmi úr atvinnulífinu með það að markmiði að veita þátttakendum hvatningu til að taka skref í áttina að bættri öryggismenningu á sínum vinnustað. Á námskeiðinu er stuðst við efni úr bókinni Lean Safety eftir höfundinn Robert B. Hafey.

 

A3 - Vísindaleg nálgun við lausn vandamála

A3 thinking er aðferð sem notuð er við greiningu vandamála og við verkefnastjórnun. A3 sem á uppruna sinn hjá Toyota byggir á vísindalegri nálgun við lausn vandamál og PDCA - gæðahring Demings.
Tilgangur aðferðarinnar er að minnka líkurnar á að unnin séu verkefni sem byggja á röngum forsendum ásamt því að lágmarka framkvæmdatíma verkefna. Námskeiðið er fyrir alla sem hafa áhuga á skilvirkum aðferðum við greiningu vandamála og stýringu verkefna.

 

Lean Heimili

Með aðferðum Lean er hægt að einfalda störfin á heimilinu sem skilar sér í tímasparnaði, minna stressi og lægri rekstrarkostnaði heimilisins. Námskeiðið sýnir hvað flækir og gerir þessi verk tímafrek. Kenndar eru aðferðir sem geta stytt heimilisstörfin um 30-50%.