UM GEMBA

Gemba ehf. var stofnað árið 2018 af tveimur verkfræðingum Margréti og Ásdísi sem hafa alla tíð brunnið fyrir umbótum. Þær hafa beitt aðferðafræði Lean í störfum sínum sem stjórnendur með góðum árangri. Markmið Gemba er að aðstoða fyrirtæki við að innleiða lean menningu, lágmarka sóun, einfalda ferla og bæta öryggi.

Orðið gemba (現場) kemur úr japönsku og þýðir staðurinn þar sem hið raunverulega virði verður til. Í framleiðslufyrirtæki er gemba það svæði þar sem varan er framleidd en í fyrirtæki þar sem virðið verður til í tölvu er gemba á básnum eða skrifstofunni. Í Lean fræðunum er talað um gemba göngu stjórnenda þegar þeir heimsækja staðinn þar sem virði fyrirtækisins verður til. Regluleg gemba ganga er hluti af góðri Lean menningu.