ráðgjafar Gemba

 
asdis-portrett_svarthvít_klippt loka.jpg

Ásdís Kristinsdóttir

Ásdís er með M.Sc. gráðu í vélaverkfræði frá Canterbury University á Nýja Sjálandi  og B.Sc. gráðu í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur lokið námi í straumlínustjórnun frá Opna Háskólanum í Reykjavík og kennir nú straumlínustjórnun í Háskóla Íslands við iðnaðarverkfræðiskor. Hún er að auki með C vottun í IPMA verkefnastjórnun. Síðastliðin 12 ár starfaði hún hjá Veitum og Orkuveitu Reykjavíkur þar sem hún gegndi síðast starfi forstöðumanns Tækniþróunar, en þar áður gegndi hún starfi forstöðumanns verkefnastofu og sviðsstjóra tæknimála. Á undanförnum árum hefur hún einnig setið í stjórnum Gagnaveitu Reykjavíkur, Keilis miðstöðvar fræða og vísinda, Metans og Nýorku.

IMG_2317_á grasi_svarthvít_loka.jpg

Margrét E. ragnarsdóttir

Margrét Edda er með M.Sc. gráðu í sterkstraumsverkfræði frá Northeastern University í Bandaríkjunum og B.Sc. gráðu í rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur lokið námi í straumlínustjórnun frá Opna Háskólanum í Reykjavík og kennir nú straumlínustjórnun í Háskóla Íslands við iðnaðarverkfræðiskor. Síðastliðin 12 ár hefur hún starfað við rekstur, viðhald og fjárfestingar innan orkugeirans. Hún starfaði síðast á orkusviði Landsvirkjunar sem deildarstjóri jarðvarmadeildar, en áður gegndi hún starfi aðstoðardeildarstjóra tæknideildar. Þar áður starfaði hún hjá Orkuveitu Reykjavíkur sem umsjónarmaður rafmagns og hjá Landsneti við kerfisþróun.

 

Margrét og Ásdís hafa báðar notað aðferðafræði Lean mikið í sínum störfum sem hefur meðal annars skilað sér í minni sóun, aukinni starfsánægju, betri stýringu og yfirsýn verkefna.